Syrtlingur

Dunkel 5,5 % / 14 IBU

Þegar að okkur gafst tækifæri á því að kaupa dökkt hveiti malti fyrir jólin 2015 gátum við ekki setið á okkur og pöntuðum nokkra tugi kílóa. Út frá pælingum og smá bjórspjalli varð til hugmynd af bjór sem inniheldur hveiti og pilsner malt ásamt því að við vildum ná fram smá lakkrís í bragðið.  Lakkrís bragðinu náum við í dag í bjórinn með því að nota kerfil sem við týnum á Heimaey. Útkoman er Syrtlingur sem við nefndum eftir neðansjávareldstöð úr Surtseyjargosinu 1963 sem varð að eyju í nokkra mánuði.