- Lýsing
- Frekari upplýsingar
Lýsing
Vertu bróðir, vertu systir, vertu allskonar með okkur í vetur. Í vetur ætlum við að selja bjórpakka í hverjum mánuði með nýjum og „gömlum“ eldri uppskriftir en alltaf ferskur bjór í bland. September pakkinn inniheldur nýjan Októberfest bjór 5% Amber ale, Október Lager sem er 4,2% milli dökkur lager bjór og svo okkar einu sönnu Dirty Julie sem að kemur alltaf einu sinni á ári og er 5% að þessu sinni. Möguleiki er að kaupa pakkann í hálfum og heilum kassa. Hálfur kassi er 4 dósir Dirty Julie, 4 dósir Októberfest og 4 dósir Október lager en heill kassi er 8 dósir af hverjum. Einnig fylgir með þessu HappyHour verð á töflunni okkar á bjór með númer 0-6 (Lite og Gylltur er númer 0) og svo okkar bjórar með númer 1-6 á töflunni, allur þessi bjór fæst á 1000kr milli kl 14-18 á virkum dögum í september með framvísun kvittun fyrir september kaupum. Kassarnir verða afhendir á Ölstofunni föstudaginn 1. september.
Frekari upplýsingar
Fjöldi | 12 stk, 24 stk |
---|