Lýsing
Bjórhátíðin 2023 verður 23. og 24. júní næstkomandi þar sem brugghús og veitingastaðir koma saman til að para saman frábæran bjór með gjegguðum mat. Þessi miði gildir sem aðgöngu að báðum dögum þar sem þú drekkur ótakmarkað af bjór ásamt tveimur matarmiðum frá veitingastöðunum. Bjórhátiðin verður í stóru tjaldi sem verður reist við brugghúsið okkar í Eyjum frá kl 15-19:00 báða dagana.
Nú þegar hafa 10 brugghús og tveir veitingastaðir staðfest komu sína á bjórhátíð en innifalið í miðaverði verður smakk frá þeim öllum en brugghúsin stefna öll á að koma með að lágmarki tvo bjóra fyrir föstudaginn og svo aðra tvo bjóra fyrir laugardaginn. Ásamt Íslenskum brugghúsum munu handverksframleiðendur á sterku áfengi, kokteilum og náttúruvíni einnig láta sjá sig á hátiðinni. Nokkur erlend brugghús hafa nú þegar líst yfir vilja að koma á hátíðina þannig að við stefnum á að vera með að lágmarki 20 brugghús eða framleiðendur af áfengi á hátíðinni. Miðað við stemningu síðustu ára má búast við hörku fjöri í Eyjum þessa helgi og að miðar munu væntanlega seljast á einhverjum tíma upp.
Kvittun fyrir kaupum er næginleg til þess að fá afhent armbönd fimmtudaginn 22. júní 2023 en tímasetning verður auglýst síðar.