The Brothers Brewery

Upphafið

Það var í lok árs 2012 að vinirnir Jóhann Guðmundsson og Kjartan Vídó fengu þá snilldar hugmynd að byrja að brugga bjór. Jóhann og Kjartan fengu í upphafi bræður sína Davíð og Hlyn með inn í teymið og úr varð að heimabruggið var kallað The Brothers Brewery. Hannes Eiríksson kom svo í staðinn fyrir Davíð 2014 enda átti Hannes bílsskúr og er stálsmiður þannig að hann hentaði mjög vel inní hópinn

Árið 2015 bauð Jói svo Einari Birni vini sínum í bílsskúrinn til að fylgjast með bruggun og smakka á afurðum, úr varð að Einar vildi endilega fá bjórinn í sölu á sínum veitingastað Einsa Kalda í Vestmannaeyjum.

https://tbb.is/wp-content/uploads/2022/01/IMG_2148-scaled.jpg

Kjartan, Hannes, Jóhann og Hlynur á bjórhátíðinni á Hólum 2016

https://tbb.is/wp-content/uploads/2022/01/IMG_1036.jpg

200L bruggtæki í framleiðslueldhúsi Einsa Kalda

Upphaf framleiðslu

I upphaf árs 2016 kom fyrsta framleiðsluleyfið í hús á 80L súpupott og heimasmíðaða meskit og heitavatnstunnu. Framleiðslan átti eingöngu að vera fáanleg á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum. Það varð hinsvegaara mjög fljótt ljóst að eftirspurnin var meiri heldur en framleiðslugetan svo að Hannes endaði á að smíða þessi 200L bruggtæki sem tekin voru í notkun í maí 2016 en þá voru einstaka kútar farnir að sjást á veitingastöðum fyrir utan Vestmannaeyjar.

Á þessum tíma fóru strax hugmyndir af stað innan hópsins að það væri gaman að útbúa litla Ölstofu og framleiðslurými í Vestmannaeyjum til þess að geta boðið uppá bjórinn ásamt því að geta séð framleiðslurýmið sjálft.

Ölstofa og framleiðslurými

Í mars 2017 opnaði fyrsta Ölstofa The Brothers Brewery í 220fm leiguhúsnæði við Bárustíg. Upphaflega hugmyndin með litla 30-50fm ölstofu, einn einstakling til að manna barinn og mjög róleg stemning var fljótt breytt í nokkra starfsmenn sem að gengu vaktir þar sem Ölstofan var full af fólki dag eftir dag.

The Brothers Brewery byrjaði snemma árs 2018 að leita sér að stærra og hentugra húsnæði til kaups sem verður svo til þess að um áramótin 2018/2019 er fest kaup á Bakarí aðeins neðar í bárustígnum sem var byrjað að taka í gegn frá grunni.

https://tbb.is/wp-content/uploads/2022/01/olstofa.jpg

Fyrsta Ölstofan daginn fyrir opnun

https://tbb.is/wp-content/uploads/2022/01/IMG_4959-scaled.jpg

Núverandi húsnæði The Brothers Brewery

Núverandi staðsetning

The Brothers Brewery er í dag staðsett í 550fm húsnæði á Bárustíg 7 þar sem nýlega voru tekin í notkun ný 1000L bruggtæki. En einnig á sama stað er rekin Ölstofa sem býður einnig um að gestastofu á efri hæð þar sem er tekið á móti hópum í kynningar og möguleiki á því að leigja rýmið fyrir einkasamkvæmi og annað.

Í dag starfa tveir starfsmenn við framleiðslu á bjór ásamt því að 15 starfsmenn sem að taka vaktir á Ölstofunni ásamt því að koma stundum inn sem hjálp við framleiðslu.